mánudagur, 24. mars 2008

Loki fer í vist.

Loki á páskadag.

Þeim fækkar alltaf verkunum í undirbúningi, í dag fórum við með Loka okkar í vist niður á Neskaupstað til afa Hjörvars og Nönnu. Saga var þar líka og var mikið gaman að hitta hana, long time no see. Loki er þá kominn í sæluna, þar er stjanað við hann á alla lund og við vitum að ekki kemur til með að væsa um gamla vininn okkar.

Við erum að gera síðustu verkin hérna heima, klára pökkun, ganga frá hér heima og undirbúa tæknimál og fleira. Settum meðal annars Skilaboðaskjóðuna og fleira barnvænt á ipodinn. Svo er að klára vinnuna á morgun, þá er þetta langt komið.

Nú er bara ein vika þangað til að Hildur Luo kemur til okkar og spenningur orðinn nánast áþreifanlegur hérna í Einbúablánni. En þetta verður fljótt að líða vonum við...

Þangað til næst,
Kveðja frá Egilsstöðum,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.

1 ummæli:

MelB sagði...

Ha en æðislegt Hildur Luo. Ekki var ég búin að heyra það. Til hamingju kæru ferðafélagar.
Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn. spenna spenna spenna.
kveðja frá Ingibjörgu sem er á fullu við undirbúning.