Jæja þá er síðasti dagurinn að kvöldi kominn á landinu bláa, allavega þar til að við komum heim sem fjögurra manna fjölskylda. Við leggjum af stað í fyrramálið til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að slaka okkur niður í einn sólarhring áður en við förum í langa legginn í þessu ferðalagi.
Undirbúningi var lokið í dag. Það var byrjað á að fá nýtt kreditkort, veitir víst ekki af! Og svo var sóttur gjaldeyrir, fengum líka bók í Iðu um suður Kína sem er mjög góð. Fórum og hittum Guðrúnu í ættleiðingunni og fengum hjá henni síðustu gögnin, nokkur ljósrit, framlengt forsamþykki, boðsbréf/ferðaleyfi og vegabréfin okkar. Í vegabréfin var komin inn vegabréfsáritun til Kínverska Alþýðulýðveldisins. Þannig að frá Guðrúnu fórum við klár á pappírunum allavega!
Svo fórum við og greiddum farseðlana og gengum frá því. Þar tók á móti okkur Anna sem hefur séð um að greiða götu ættleiðenda í mörg ár. Það hefur verið alveg einstakt að hafa hana í þessu fyrir okkur, alveg sérstaklega liðleg með þetta allt saman.
Hekla Xi fór með Elsu Rut í leiðangur og neitaði að hitta mömmu og pabba í hádegismat, vildi bara vera með frænku sinni að snúllast eitthvað. Alveg óborganleg! En hún er orðin voðalega spennt fyrir ferðinni og líka mjög jákvæð fyrir þessu öllu saman. Við erum viss um að hún verður í góðum gír þó að það taki tímana tvenna að fara þessa bæjarleið til Guangzhou.
En við setjum næst eitthvað hér inn annað kvöld eða í síðasta lagi áður en að við kveðjum Danmörk. Það verður nú að reportera hvað maður gerir í Gamla landinu!
Kveðja,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.
Undirbúningi var lokið í dag. Það var byrjað á að fá nýtt kreditkort, veitir víst ekki af! Og svo var sóttur gjaldeyrir, fengum líka bók í Iðu um suður Kína sem er mjög góð. Fórum og hittum Guðrúnu í ættleiðingunni og fengum hjá henni síðustu gögnin, nokkur ljósrit, framlengt forsamþykki, boðsbréf/ferðaleyfi og vegabréfin okkar. Í vegabréfin var komin inn vegabréfsáritun til Kínverska Alþýðulýðveldisins. Þannig að frá Guðrúnu fórum við klár á pappírunum allavega!
Svo fórum við og greiddum farseðlana og gengum frá því. Þar tók á móti okkur Anna sem hefur séð um að greiða götu ættleiðenda í mörg ár. Það hefur verið alveg einstakt að hafa hana í þessu fyrir okkur, alveg sérstaklega liðleg með þetta allt saman.
Hekla Xi fór með Elsu Rut í leiðangur og neitaði að hitta mömmu og pabba í hádegismat, vildi bara vera með frænku sinni að snúllast eitthvað. Alveg óborganleg! En hún er orðin voðalega spennt fyrir ferðinni og líka mjög jákvæð fyrir þessu öllu saman. Við erum viss um að hún verður í góðum gír þó að það taki tímana tvenna að fara þessa bæjarleið til Guangzhou.
En við setjum næst eitthvað hér inn annað kvöld eða í síðasta lagi áður en að við kveðjum Danmörk. Það verður nú að reportera hvað maður gerir í Gamla landinu!
Kveðja,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli