föstudagur, 28. mars 2008

Fyrsti áfangi að baki.

Komin á hótelið í Köben.
Hekla Xi og mamma á Domhuskælderen.
Stína og Kári í smurbrauði líka.

Þá eru hin fjögur fræknu komin til Kaupmannahafnar og erum hér í besta yfirlæti á ljómandi góðu hóteli. Flugið gekk alveg glimrandi vel, ekki mjög margir of mikið við skál í vélinni og Hekla Xi var eins og ljósið eina. Hún horfði á eina mynd og litaði Latabæjarlitabókina sem hún fékk í flugvélinni. Fengum svo að tékka okkur inn um leið og við komum á hótelið, hefðum annars þurft að setja allar okkar pjönkur í geymslu og koma aftur eftir þrjá tíma. En hér er allt eins og við viljum hafa það.

Fórum aðeins í bæinn í dag, fengum okkur hressingu að dönskum sið á Domhuskælderen. Alveg dejligt smurbrauð eftir kúnstarinnar reglum, þessi lýsing var bara fyrir vin okkar Ómar, vink, vink!

Smá skrens í H&M, kaffihús og röltum svo strikið til baka upp á Ráðhústorg. Þar ætlaði Hekla Xi að skoða óskabrunninn eins og hún kallaði hann, en þar var bara dúfnaskítur og ekkert vatn í brunninum. Og enn síður einhverjar krónur!

Við hittum svo hluta hópsins okkar á Vesuvius ítölskum veitingastað við Ráðhústorg og fengum okkur pizzu og með´enni. Mikið gaman þar sem Hrönn fór á kostum í Ítölskunni og þjónninn í Íslenskunni! Mikið skrafað og mikið gaman.

Nú tekur við hvíld og slökun þangað til að við leggjum í hann til Beijing annað kvöld.

Besta kveðja frá okkur öllum í Kóngsins Köbenhavn,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi og Stína.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman gaman! Gangi ykkur vel í fluginu langa!
Karólína og co

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að geta fylgst svona með ykkur. Góða ferð áfram.
Bestu kveðjur,
Helga og Sigríður Anna sem eru á leiðinni á skauta

Nafnlaus sagði...

Hæhæ,

o hvað ég hefði verið til í að koma að hitt ykkur í köben. En nú hlakka ég bara enn meira til að hitta ykkur öll heima eftir um þrjár vikur!!

Góða ferð og gangi ykkur vel á ferðalaginu. Það fylgjast svo allir spenntir með gangi mála hér á blogginu :)

knús, ST.

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Kína. Við fylgjumst spennt með ferðalaginu stóra.
Pálína hópi 16 ( mamma Kristínar)

Nafnlaus sagði...

Halló, halló góða ferð til Beijing, frábært hvað allir ná vel saman! Hekla Xi alltaf sætust!! :)
Bestu kvveðjur, Sigga og Lóa Guðrún

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllurnar mínar allar!
Maður er með hnút í maganum, svo er spenningurinn mikill voðalega samgleðst ég ykkur. Gangi ykkur sem allra best.
Kveðja frá Ólafsvík