Eins og sést hér á myndinni fyrir ofan er til svolítið af súkkulaði og gúmmilaði á heimilinu í augnablikinu, en það minnkar eftir því sem á daginn líður! En Hekla Xi leitaði að páskaeggjunum í morgun og geystist herbergi úr herbergi í leitinni, voðalega gaman.
En að stóru fréttunum. Við höfum ákveðið að Luo okkar fái nafnið Hildur. Já, hún kemur til með að heita fullu nafni Hildur Luo Káradóttir þegar hún verður komin í fangið okkar. Sem er jú eftir eina viku og einn dag!
Hér á Egilsstöðum er brakandi Páskasól og blíða, mál að fara út í labbitúr og hlaða batteríin fyrir átökin framundan. Og páskaeggjaátið!
Semsagt Hildur Luo er það....
Kveðja frá Egilsstöðum,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.
5 ummæli:
Til hamingju með fallegt nafn á fallegu stelpuna ykkar.
Kærar kveðjur,
Helga og Sigríður Anna
Til hamingju með nafnið! æðislegt, væri gaman að hitta á ykkur í Kaupmannahöfn. Bjalla á ykkur í vikunni.. knus
Gleðilega páska.
Við hér á Bakkabakka 7 í Neskaupstað óskum okkur öllum innilega til hamingju með fallegt nafn á fallegur stúlkuna okkar.
Nöfnin hljóma mjög vel saman og koma til með að fara þessari indislegu stúlku mjög vel.
Kær kveðja - Afi Hjörvar , Nanna og Saga.
Hæ og til hamingju með Hildi Luo
Hekla og Hildur = flottar systur Gleðilega páska !
Kveðjur úr firðinum,
Soffía og Daði
Kæra fjölskylda
Gleðilega páska og til hamingju með þetta fallega nafn á litlu snúlluna ykkar. Jii...þetta fer bara allt að bresta á og við hér í Mosó munum verða daglegir gestir á síðunni ykkar (eða jafnvel oft á dag ;-) og fylgjast með ævintýrinu ykkar.
Kær kveðja
Kristín, Gústi og Matthildur
hópur 12 og 24
Skrifa ummæli