þriðjudagur, 25. mars 2008

Skemmtilegur póstur frá Kína.


Katherine aka. Jia Chen og dóttir hennar.

Við fengum skemmtilegan póst í morgun, það var hún Katherine fararstjórinn okkar síðan í ferðinni 2004 þegar við fengum Heklu Xi. Við sendum henni póst fyrir nokkru síðan, eða þegar við vorum búin að fá upplýsingarnar um hana Hildi Luo. Okkur langaði bara til að leyfa henni að fylgjast með hvenær við kæmum aftur og fá fréttir af henni og hennar fjölskyldu. Við höfum verið lítillega í sambandi síðan í ferðinni 2004. Hún hefur alltaf verið áhugasöm um að halda sambandi og man greinilega vel eftir okkur.

Hún er reyndar hætt að starfa sem fararstjóri, en er komin í þýðingar hjá BLAS. Dóttir hennar er jafngömul og Hekla Xi eða einu ári yngri. Hún var allavega ekki orðin ársgömul þegar Katherine var með okkur á ferð í ágúst 2004.

Hún sagðist langa til að hitta okkur ef tími og færi gefst á í Beijing núna í apríl. Það verður nú bara gaman og fagnaðarfundir.

Annars vorum við að klára vinnuna í dag og svolítið af snúningum hér á Egilsstöðum. Þá er bara í kvöld og á morgun að fínisera undirbúning og loka töskum. Svo förum við suður og ferðin er hafin!

Kveðja úr Einbúablá,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda.
Sendum ykkur okkar allra bestu ferðaóskir. Gangi ykkur allt sem best í ferðinni miklu. Og innilegar hamingjuóskir með hana Hildi Luo. Við munum örugglega fylgjast vel með ykkur enda ekki svo langt síðan við vorum sjálf á þessum slóðum.
Góða ferð!
Fríða og fjölskylda á Skútustöðum

Nafnlaus sagði...

En gaman að þið skylduð fá póst frá Katherine. Við Anna Þórunn biðjum kærlega að heilsa henni ef þið hittið hana. Væri nú gaman að gefa henni mynd af stelpunum, þið hafið kannski þegar sent henni myndir. Já, nú hefst fyrsti áfangi ævintýraferðarinnar ykkar á morgun! Við verðum með hugann hjá ykkur, verðum sko örugglega með ykkur í anda.

Góða ferð kæru vinir og gangi ykkur vel. Við bíðum spenntar eftir að sjá mynd af ykkur með litlu Hildi Luo í fanginu.

Kærar kveðjur frá "gömlu ferðafélögunum",
Helga, Anna Þórunn og Sigríður Anna Dan

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Hildi, ég býð spennt eftir að fá að sjá myndir. Hef eftir áræðanlegum heimildum að hún sé ótrúlega sæt (en ekki hvað?!).
Góða ferð!

Nafnlaus sagði...

Jii, bara komið að þessu. Leggið af stað í kvöld! vonandi náum við að hittast á morgun.
Karólína og co