mánudagur, 31. mars 2008

Stóðumst ekki mátið :)





Við hreinlega stóðumst ekki mátið að setja inn nokkrar myndir frá því að stelpurnar okkar fóru að sofa. Komnar í nýju náttfötin og algerlega ómótstæðilega sætar systur! Nú ríkir ró hér hjá okkur og allir að fara í koju sælir og glaðir eftir frábæran dag.

Kveðja,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi og Hildur Luo.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ aftur, þær eru æðislegar þessar tvær:)
Flottar í eins náttfötum!:)

Kveðja
Sigga, Bjössi og Lóa Guðrún

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar.
Þetta er nú meiri sælan, við erum alveg í skýjunum og óskum ykkur og okkur öllum innilega til hamingju með daginn og litlu Hildi Luo. Þær eru alveg yndislegar systurnar, og ekki við öðru að búast af Heklu Xi hún er svo skynug og góð í sér.
Gangi ykkur vel í framhaldinu og skemmtið ykkur vel.
Pabbi og Nanna.

Nafnlaus sagði...

Sæl kæra fjölskylda.
Innilegar hamingjuóskir með Hildi Luo. Hún er alveg yndisleg. Og þið ljómið öll eins og sjá má af myndunum. Rétt er það þetta er engu líkt, nema þá ef væri því að fá barnið sitt í fyrsta skipti í fangið!
Þær systurnar eru alveg yndislegar saman á náttfötunum.
Gangi ykkur allt sem best. Við hlökkum til að fylgjast áfram með.
Bestu kveðjur úr Mývatnssveit.

Nafnlaus sagði...

við samgleðjumst ykkur svo innilega, knus frá Íslandinu

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda,
innilegar hamingjuóskir með þessa gullfallegu, yndislegu stúlku:) Þær eru æðislegar saman systurnar! Þið eruð svo sannarlega rík!:)
Gangi ykkur allt í haginn:)
Bestu kveðjur frá Akureyri,
Gígja, Tommi og María Mist (sem var svo hrifin af hundinum ykkar í útilegu ÍÆ).

Nafnlaus sagði...

Vá nú fæ ég bara tár í augun. Hjartanlegar hamingjuóskir með Hildi Luo...þetta tókst á endanum eftir langa meðgöngu. Ekkert smá yndislegar myndirnar af þeim systrum. Gaman að fá eina stelpu í viðbót í strákaárganginn 2007! Gangi ykkur vel heim...kv Heiða í blakinu :)

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl. Til hamingju.
Jón Gunnar