Dagurinn í dag var vægast sagt lyginni líkastur, svo ekki sé meira sagt! Þessi ferð verður í minnum höfð svo lengi sem lifað við fáum. Þetta var yndislegt í alla staði, veðrið, staðurinn, móttökurnar og ferðafélagarnir!
Við tókum daginn snemma, fyrir birtingu. Ræs 05.30 og farið í morgunmat með alla okkar pinkla og pjönkur. Lagt var í hann hérna frá Hvíta Svaninum rétt rúmlega sjö í morgun. Ekið sem leið lá hérna suðvestur frá borginni eftir nýlegri hraðbraut í átt til Yangchun. Ferðin gekk alveg ljómandi vel, utan þess að rútan var hálfgert skrapatól. Og ekki átti eftir að skána heilsa rútunnar eftir því sem á daginn leið.
Við komum til Yangchun rétt um ellefuleytið og kom Mrs. Yu á móti okkur og var okkur samferða síðasta spölinn á barnaheimilið til að lóðsa okkur inn. Hún var hin hressasta og virtist ákaflega glöð að hitta okkur. Við komum á barnaheimilið og gengum heim að byggingunum. Þetta eru þrjár byggingar í þéttum hnapp á stórri lóð með tjörn. Fyrst komum við að elliheimilinu, blessað gamla fólkið sem var á ferðinni veitti okkur óskipta athygli og skemmti sér við að virða þessa skrýtnu vesturlandabúa fyrir sér. Brosmilt fólk.
Næst komum við að byggingu sem kölluð er House of Grace. Þar tók á móti okkur Sandra Jane King. Kona sem við höfum lesið um á netinu og næstum haldið að hún hlyti að vera skáldskapur frá rótum, þar sem að lýsingarnar á henni eru nánast of góðar til að vera sannar. En annað kom nú heldur betur á daginn. Hún heilsaði okkur öllum með virktum og þá sérstaklega stúlkunum okkar litlu. Okkur var boðið þar inn og fengum við að skoða fyrstu þrjár hæðirnar.
Á jarðhæðinni voru elstu börnin, þar voru 7-8 börn á bilinu 1-3ja ára. Alveg ljómandi snyrtilegt og sagði Sandra okkur að það væru 4 börn á hverja fóstru. Börnin voru svolítið spennt að hitta okkur og var þetta mjög gaman að staldra þarna við hjá þeim.
Uppi á næstu hæð voru fá börn að sjá, en á þriðju hæðinni voru að minnsta kosti 8 börn, þannig að við sáum ekki öll börnin á House of Grace. Þar eru að jafnaði 3 börn, þannig að við höfum ekki séð nema tæpan helming barnanna. Við fórum að vísu ekki upp á efstu hæðina, þannig að við vitum ekki hvort að fleiri börn voru í húsinu í dag. Í dag er líka almennur frídagur og færri fóstrur á heimilinu en vant er.
Þarna á þriðju hæðinni voru semsagt heimkynni Hildar Luo fyrstu 8 mánuðina, þarna fengum við að skoða allt sem við vildum og filma í bak og fyrir að vild. Okkur voru sýnd herbergin þeirra og hvaða rúm Hildur Luo hafði átt. Þetta var allt saman eins og best var á kosið, hreint og snyrtilegt. Hildur Luo sýndi engin neikvæð viðbrögð við því að koma þarna inn, þvert á móti lék hún á alls oddi. Fóstran sem hefur verið að hugsa um Hildi Luo var í fríi í dag því miður. En í dag er frídagur, nokkurskonar dagur hinna dauðu, og allir sem vettlingi geta valdið fara á heimaslóðir til að heiðra minningu forfeðra sinna.
Eftir að við fengum að skoða allt sem okkur datt í hug að skoða og taka myndir af öllu mögulegu og ómögulegu var ætlunin að fara að skoða aðalbygginguna, en hún er líklega um það bil þrisvar sinnum stærri en hinar tvær. En þegar við komum þangað var Mrs. Yu að koma út með Andreu, Brynjar og Erlu Sif, þannig að ekkert varð úr að við hin færum þar inn.
Eftir að heimsókninni lauk var okkur boðið í hádegisverð á hótel hér í borginni, alveg ljómandi matur sem okkur var sagt að væri einkennandi fyrir borgina. Að máltíð lokinni var Mrs. Yu kvödd og við fórum með Söndru og Ruth dóttur hennar í smá leiðangur.
Við byrjuðum á að fara í nokkurskonar ritfangaverslun og keyptum þar fullt af skemmtilegum hlutum, allt mikið ódýrara en í Guangzhou. En svo var það líka mikill bónus að þessir hlutir voru keyptir í borginni hennar Hildar Luo.
Næst á dagskrá var að fara að fundarstað Hildar Luo. Það var fyrir utan Grand Hótel í miðborginni, en það verður seint hægt að segja að þetta hafi litið út fyrir að vera neitt sérstaklega Grand! Þarna tók Kári eitthvað af myndum og vídeoi. Talsvert skrýtin tilfinning að hugsa til þess að einhver hafi skilið hana Hildi Luo eftir þarna við þetta hrörlega hótel, það hlýtur að vera mikil neyð sem rekur fólk út í slíkt.
Við skiluðum Söndru svo upp á barnaheimili og lögðum af stað heim á leið til Guangzhou. Við stoppuðum á leiðinni til að kaupa vatn, en keyptum svolítið af skemmtilegum minjagripum í þessari sérstöku búð. Við stoppuðum aftur við hrísgrjónaakra og sáum þar fólk vera að sá hrísgrjónaplöntum, mjög gaman að sjá hvernig fólk vinnur þetta.
Á leiðinni heim fór rútan að gefa sig smá saman, það var eins gott að við höfum atvinnubílstjóra í hópnum, ekki var hægt að opna olíutankinn á bensínstöðinni á leiðinni til baka. Meistari Brynjar leysti það með einföldum hætti, bankaði bara í bílinn smávegis og þá var ægt að taka olíu.
Við komum svo heim á hótel upp úr sjö í kvöld, algerlega úrvinda en alsæl. Þarna náðum við að safna gögnum til að rætur hennar Hildar Luo glatist ekki um aldur og ævi. Það var líka svo gott að sjá aðbúnaðinn og atlætið sem Hildur Luo hefur fengið þessa fyrstu 8 mánuði. Það skýrir að miklu leyti hversu vel Hildur Luo hefur aðlagast okkur, þarna var hún á góðum stað.
Við erum alveg orðin stjörf af þreytu núna, þannig að þetta verður ekki lengra í dag. Þó að það hafi verið fullt annað til að segja frá. Það verður að bíða betri tíma.
Kveðja,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína frænka.
Við tókum daginn snemma, fyrir birtingu. Ræs 05.30 og farið í morgunmat með alla okkar pinkla og pjönkur. Lagt var í hann hérna frá Hvíta Svaninum rétt rúmlega sjö í morgun. Ekið sem leið lá hérna suðvestur frá borginni eftir nýlegri hraðbraut í átt til Yangchun. Ferðin gekk alveg ljómandi vel, utan þess að rútan var hálfgert skrapatól. Og ekki átti eftir að skána heilsa rútunnar eftir því sem á daginn leið.
Við komum til Yangchun rétt um ellefuleytið og kom Mrs. Yu á móti okkur og var okkur samferða síðasta spölinn á barnaheimilið til að lóðsa okkur inn. Hún var hin hressasta og virtist ákaflega glöð að hitta okkur. Við komum á barnaheimilið og gengum heim að byggingunum. Þetta eru þrjár byggingar í þéttum hnapp á stórri lóð með tjörn. Fyrst komum við að elliheimilinu, blessað gamla fólkið sem var á ferðinni veitti okkur óskipta athygli og skemmti sér við að virða þessa skrýtnu vesturlandabúa fyrir sér. Brosmilt fólk.
Næst komum við að byggingu sem kölluð er House of Grace. Þar tók á móti okkur Sandra Jane King. Kona sem við höfum lesið um á netinu og næstum haldið að hún hlyti að vera skáldskapur frá rótum, þar sem að lýsingarnar á henni eru nánast of góðar til að vera sannar. En annað kom nú heldur betur á daginn. Hún heilsaði okkur öllum með virktum og þá sérstaklega stúlkunum okkar litlu. Okkur var boðið þar inn og fengum við að skoða fyrstu þrjár hæðirnar.
Á jarðhæðinni voru elstu börnin, þar voru 7-8 börn á bilinu 1-3ja ára. Alveg ljómandi snyrtilegt og sagði Sandra okkur að það væru 4 börn á hverja fóstru. Börnin voru svolítið spennt að hitta okkur og var þetta mjög gaman að staldra þarna við hjá þeim.
Uppi á næstu hæð voru fá börn að sjá, en á þriðju hæðinni voru að minnsta kosti 8 börn, þannig að við sáum ekki öll börnin á House of Grace. Þar eru að jafnaði 3 börn, þannig að við höfum ekki séð nema tæpan helming barnanna. Við fórum að vísu ekki upp á efstu hæðina, þannig að við vitum ekki hvort að fleiri börn voru í húsinu í dag. Í dag er líka almennur frídagur og færri fóstrur á heimilinu en vant er.
Þarna á þriðju hæðinni voru semsagt heimkynni Hildar Luo fyrstu 8 mánuðina, þarna fengum við að skoða allt sem við vildum og filma í bak og fyrir að vild. Okkur voru sýnd herbergin þeirra og hvaða rúm Hildur Luo hafði átt. Þetta var allt saman eins og best var á kosið, hreint og snyrtilegt. Hildur Luo sýndi engin neikvæð viðbrögð við því að koma þarna inn, þvert á móti lék hún á alls oddi. Fóstran sem hefur verið að hugsa um Hildi Luo var í fríi í dag því miður. En í dag er frídagur, nokkurskonar dagur hinna dauðu, og allir sem vettlingi geta valdið fara á heimaslóðir til að heiðra minningu forfeðra sinna.
Eftir að við fengum að skoða allt sem okkur datt í hug að skoða og taka myndir af öllu mögulegu og ómögulegu var ætlunin að fara að skoða aðalbygginguna, en hún er líklega um það bil þrisvar sinnum stærri en hinar tvær. En þegar við komum þangað var Mrs. Yu að koma út með Andreu, Brynjar og Erlu Sif, þannig að ekkert varð úr að við hin færum þar inn.
Eftir að heimsókninni lauk var okkur boðið í hádegisverð á hótel hér í borginni, alveg ljómandi matur sem okkur var sagt að væri einkennandi fyrir borgina. Að máltíð lokinni var Mrs. Yu kvödd og við fórum með Söndru og Ruth dóttur hennar í smá leiðangur.
Við byrjuðum á að fara í nokkurskonar ritfangaverslun og keyptum þar fullt af skemmtilegum hlutum, allt mikið ódýrara en í Guangzhou. En svo var það líka mikill bónus að þessir hlutir voru keyptir í borginni hennar Hildar Luo.
Næst á dagskrá var að fara að fundarstað Hildar Luo. Það var fyrir utan Grand Hótel í miðborginni, en það verður seint hægt að segja að þetta hafi litið út fyrir að vera neitt sérstaklega Grand! Þarna tók Kári eitthvað af myndum og vídeoi. Talsvert skrýtin tilfinning að hugsa til þess að einhver hafi skilið hana Hildi Luo eftir þarna við þetta hrörlega hótel, það hlýtur að vera mikil neyð sem rekur fólk út í slíkt.
Við skiluðum Söndru svo upp á barnaheimili og lögðum af stað heim á leið til Guangzhou. Við stoppuðum á leiðinni til að kaupa vatn, en keyptum svolítið af skemmtilegum minjagripum í þessari sérstöku búð. Við stoppuðum aftur við hrísgrjónaakra og sáum þar fólk vera að sá hrísgrjónaplöntum, mjög gaman að sjá hvernig fólk vinnur þetta.
Á leiðinni heim fór rútan að gefa sig smá saman, það var eins gott að við höfum atvinnubílstjóra í hópnum, ekki var hægt að opna olíutankinn á bensínstöðinni á leiðinni til baka. Meistari Brynjar leysti það með einföldum hætti, bankaði bara í bílinn smávegis og þá var ægt að taka olíu.
Við komum svo heim á hótel upp úr sjö í kvöld, algerlega úrvinda en alsæl. Þarna náðum við að safna gögnum til að rætur hennar Hildar Luo glatist ekki um aldur og ævi. Það var líka svo gott að sjá aðbúnaðinn og atlætið sem Hildur Luo hefur fengið þessa fyrstu 8 mánuði. Það skýrir að miklu leyti hversu vel Hildur Luo hefur aðlagast okkur, þarna var hún á góðum stað.
Við erum alveg orðin stjörf af þreytu núna, þannig að þetta verður ekki lengra í dag. Þó að það hafi verið fullt annað til að segja frá. Það verður að bíða betri tíma.
Kveðja,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína frænka.
2 ummæli:
Hæ, þetta hefur greinilega verið frábær dagur hjá ykkur! Virkilega notalegt barnaheimilið sem Hildur Luo hefur dvalið á þessa fyrstu mánuði lífs síns!
Kveðja frá klakanum
Sigga og familía
Hæ hæ kæra fjölskylda.
Ekkert smá fallegar dætur sem þið eigið ;)
Frábært að fá að fylgjast svona með ykkur og sjá allar þessar myndir.
Hafið það gott og góða ferð heim.
Knús og kossar frá okkur öllum,
Hrund & Ingi
Skrifa ummæli