miðvikudagur, 16. apríl 2008

Komin á klakann.

Sæl og blessuð öll sömul.

Við höfum ekki séð komment eða gestabók síðan við komum til Beijing, þannig að við höfum ekki séð allar þessar hlýju og skemmtilegu kveðjur frá ykkur. Takk fyrir að vera þarna og takk fyrir að sýna okkur þennan stuðning og takk fyrir að fylgja okkur í gegn um þetta.

Við erum semsagt komin til Reykjavíkur og erum komin í Geitlandið til ömmu og afa. Það er nú gott að koma heim, einhverstaðar stendur skrifað að maður fari í ferðalag til þess að koma heim. Allavega stendur það skrifað núna!

Ferðin gekk mjög vel heim, stelpurnar sváfu reyndar ekki mikið í Beijing - Kaupmannahöfn fluginu, en næstum allan tímann frá Köben og heim. Flugið var örlítið á undan áætlun frá Beijing og þá var ekkert stress að komast í flugið heim.

Allar töskur og kerrur skiluðu sér, sem er mjög gott líka!

Það verður ekki lengra að sinni,
Kveðja frá Reykjavík,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi og Hildur Luo.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heil og sæl.
Velkominn heim. Gott að vita að allt gekk vel.

Kveðja, fjölskyldan Laufás 2

Nafnlaus sagði...

Hæhæ,

velkomin heim! Gott ad vita af ykkur a klakanum, hlakka til ad heyra i ykkur sem fyrst.

kv. Soffia Tinna

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim! Hér er komið vorveður og við búin að taka hjólin fram :o)Katrín Anna og Lísbet Eva bíðar spenntar eftir að Hekla Xi mæti í leikskólann. Það er mikið spáð í hvort að það sé nótt hjá henni þegar það er dagur hjá okkur!

Kveðja Anna Dís og stelpurnar

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim! :)
Gott að allt gekk vel!

B.Kv.
Sigga, Bjössi og Lóa Guðrún

Nafnlaus sagði...

Halló og velkomin heim,
það hefði verið gaman að sjá ykkur á aðalfundi tannsmiða í kvöld, en ég skil sko vel að fjölskyldulifið heillaði meira! Hlakka til að hitta ykkur öll. kv soffia

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda
Velkomin heim. Það hefur verði frábært að fylgjast með þessu mikla ævintýri. Gangi ykkur vel!
Kveðja Rós, Jói og Guðný Sigurrós (hóp 9 og 20)

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim og takk fyrir að deila ferðasögunni ykkar með okkur hinum. Þetta er aldeilis búið að vera ferðalag á ykkur og mikið ævintýri. Það er svo auðsjáanlegt hvað stelpunum ykkar líður vel hjá ykkur. Gangi ykkur allt í haginn, nú þegar þið eruð komin aftur í hversdagslífið á klakanum. (Það er nú oft bara ansi gott líka). Kær kveðja, Rannveig (skólasystir Kára úr Versló)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ.
Verið hjartanlega velkomin heim. Heiðdís Jóna bíður spennt eftir að hitta Heklu Xi aftur á leikskólanum. Kveðjur. Ásthildur og Heiðdís Jóna.