Spáin sagði að það gæti ringt í dag, en sem betur fer slapp það til og það var bara ágætisveður fram eftir degi og svo fór sólin að skína á okkur. Við hófum ævintýri dagsins með því að fara í Jade verksmiðju, þar var margt fallegt að sjá. Enda fórum við þaðan út talsvert fátækari en fyrir! En það var nú eitt sem við vorum búin að heita okkur að kaupa okkur eitthvað fallegt þarna, sem við gerðum svikalaust.
Skömmu síðar vorum við komin að Kínamúrnum mikla. Það var mikil upplifun að koma að honum aftur, en við skoðuðum hann á öðrum stað í síðustu ferð okkar hingað til Alþýðulýðveldisins. Mjög skemmtilegt og var Hekla Xi mjög uppnumin af þessu og sá fyrir sér senur úr Mulan myndunum í hverju horni!
Hún var líka ekki neitt smádugleg að klífa múrinn, hún fór fyrir eigin fótafli alla leiðina sem við fórum og var fráleitt síðust. Ofsalega gaman að upplifa þetta með henni. Hrifningin er svo mikil og einlæg. Þarna vöktum við líka talsverða athygli vegna barnanna. Heimafólkið rekur upp stór augu og talar heil ósköp við Heklu Xi á kínversku. Finnst það líka svolítið skrýtið að hún geti ekki skilið þau! Svo var þarna hópur af 18 fjölskyldum frá USA sem er að fá börnin sín í fangið í á morgun. Þau spjölluðu auðvitað við okkur og var það bara gaman.
Eftir að múrskoðun var lokið var farið á veitingastað í boði BLAS í Friendship store. Ljómandi góður matur og svo skoðuðum við svolítið í búðinni á eftir. Ekki keyptum við mikið þar, en það er nú alltaf hægt að kaupa eitthvað smávegis!
Komum svo heim á hótel rúmlega fimm í dag og tókum því rólega fram til rúmlega sjö, en þá fórum við á röltið hérna smáhring í kring um hótelið. Iðandi mannlíf í bænum og voðalega gaman að strolla um hverfið.
Kári fór svo að Tian An Men hliðinu og tók nokkrar myndir, mjög fallegt að koma að þessu að kvöldi til. Afslöppuð og góð stemning þarna, en fullt af fólki á ferðinni. Núna eru bara tveir dagar eftir í þessari sæludvöl hérna á Grand Hotel í Beijing. Allt tekur enda, en þó eru tveir dagar af skemmtilegum ævintýrum eftir. Og svo er það ferðalagið mikla heim á landið bláa á þriðjudaginn, það verður nú gott að komast heim með ungana okkar og fara að komast í eðlilegt umhverfi með þær og kynna hana Hildi Luo fyrir fjölskyldu og vinum auðvitað!
Bestu kveðjur frá Beijing,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
Skömmu síðar vorum við komin að Kínamúrnum mikla. Það var mikil upplifun að koma að honum aftur, en við skoðuðum hann á öðrum stað í síðustu ferð okkar hingað til Alþýðulýðveldisins. Mjög skemmtilegt og var Hekla Xi mjög uppnumin af þessu og sá fyrir sér senur úr Mulan myndunum í hverju horni!
Hún var líka ekki neitt smádugleg að klífa múrinn, hún fór fyrir eigin fótafli alla leiðina sem við fórum og var fráleitt síðust. Ofsalega gaman að upplifa þetta með henni. Hrifningin er svo mikil og einlæg. Þarna vöktum við líka talsverða athygli vegna barnanna. Heimafólkið rekur upp stór augu og talar heil ósköp við Heklu Xi á kínversku. Finnst það líka svolítið skrýtið að hún geti ekki skilið þau! Svo var þarna hópur af 18 fjölskyldum frá USA sem er að fá börnin sín í fangið í á morgun. Þau spjölluðu auðvitað við okkur og var það bara gaman.
Eftir að múrskoðun var lokið var farið á veitingastað í boði BLAS í Friendship store. Ljómandi góður matur og svo skoðuðum við svolítið í búðinni á eftir. Ekki keyptum við mikið þar, en það er nú alltaf hægt að kaupa eitthvað smávegis!
Komum svo heim á hótel rúmlega fimm í dag og tókum því rólega fram til rúmlega sjö, en þá fórum við á röltið hérna smáhring í kring um hótelið. Iðandi mannlíf í bænum og voðalega gaman að strolla um hverfið.
Kári fór svo að Tian An Men hliðinu og tók nokkrar myndir, mjög fallegt að koma að þessu að kvöldi til. Afslöppuð og góð stemning þarna, en fullt af fólki á ferðinni. Núna eru bara tveir dagar eftir í þessari sæludvöl hérna á Grand Hotel í Beijing. Allt tekur enda, en þó eru tveir dagar af skemmtilegum ævintýrum eftir. Og svo er það ferðalagið mikla heim á landið bláa á þriðjudaginn, það verður nú gott að komast heim með ungana okkar og fara að komast í eðlilegt umhverfi með þær og kynna hana Hildi Luo fyrir fjölskyldu og vinum auðvitað!
Bestu kveðjur frá Beijing,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
1 ummæli:
Halló!
Mikið er gaman að lesa skrif ykkar! Ég dett inn í fortíðina ef svo má segja og upplifi margt af þessu aftur: :)
Dugnaðurinn í Heklu Xi, sú stóð sig frábærlega í Kínamúrsklifrinu!!
jamm Grand Hotel Beijing er það flottasta sem ég hef dvalið á, Kínahópurinn okkar var þar í fyrri hluta ferðarinnar á sínum tíma.
Bestu kveðjur frá Fróni
Sigga og Lóa Guðrún
Skrifa ummæli