Þá erum við komin hingað í höfuðstaðinn, Beijing. Það er eins og að koma í annan heim, svo ólíkt er það Guangzhou. Í fyrsta lagi er það veðrið. Hér er mikið lægri hiti og rakinn minni líka. Enda erum við komin á breiddargráðu á við New York og Madrid í stað Kanarí og Kúbu. Þegar við fórum út í kvöldmatinn var farið að dropa örlítið og svo ringdi svolítið á okkur á leiðinni heim. Veðrið hérna í Beijing er að sögn mjög ófyrirsjáanlegt á þessum tíma árs. Ekki sama veðrið dag eftir dag, stundum heitt og sól og svo kannski kuldi og rigning daginn eftir. En það getur varla verið verra en heima, þar sem svo oft skiptir um veður í tíma og ótíma. Svo er allt einhvernveginn nýrra og ferskara einhvernveginn.
En það sem kom okkur svo mest á óvart var hótelið. Þetta hótel er með hreinum ólíkindum! Við höfum aldrei komið á svona fínt hótel fyrr. Herbergin alveg meiriháttar flott, stór og glæsileg. Við höfum meira að segja útskorna himnasæng yfir okkur. Flottara rúm höfum við ekki séð í annan tíma. Og það er svo stórt að Hekla Xi getur léttilega sofið á milli og ef að Hildur Luo væri aðeins stærri og gæti verið hjá okkur væri hún það! Svo er það útsýnið úr herberginu okkar, það gerist ekki betra, við horfum yfir Forboðnu borgina í allri sinni dýrð og Torg hins himneska friðar er ekk langt undan, ca. 6-7 mínútur að strolla þangað. Það er svo sannarlega himinn og haf á milli þessa hótels og Hvíta Svansins í Guangzhou.
En að deginum. Við fórum á fætur klukkan 06.30 í morgun og vorum komin af stað frá hótelin korter fyrir klukkan átta í morgun. Við fengum vegabréfiið fyrir Hildi Luo, þannig að nú fær hún að ferðast með okkur heim á landið bláa. Flugið var á réttum tíma og allt gekk vel í sambandi við það. Okkur finnst við alveg óskaplega heppin hvað Hekla Xi er dugleg að ferðast, ekkert mál fyrir hana að hoppa upp í flugvél og fara landshornanna á milli hérna í Kína.
Það var hún Wei sem tók á móti okkur, glaðleg og vingjarnleg kona sem ætlar að vera okkur innan handar hérna í höfuðstaðnum. Hún er frá Mongólíu og er háskólamenntuð þar og kom okkur afskaplega vel fyrir sjónir. Hún virtist vera tilbúin að mæta okkar óskum í hvívetna og ekki taka þessa dagskrá sérstaklega hátíðlega.
Við lukum svo deginum á því að fara og fá okkur Peking önd, enda ekki alveg á hverjum degi sem maður er í höfuðstað Kínverska Alþýðulýðveldisins. Það var alveg ótrúlega gott, fengum 4 endur á borðið, fagurlega niðursneiddar og hefðbundið meðlæti - pönnukökur, plómusósu, vorlauk, pressaðan hvítlauk, smá sykur og agúrkur. Alger snilld!
Erum núna komin upp á herbergi og ætlum snemma í háttinn og safna kröftum fyrir næsta dag. En þá förum víðí Íslenska Sendiráðið til að sækja um Schengen áritun fyrir Hildi Luo.
Kveðjur frá Beijing,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
En það sem kom okkur svo mest á óvart var hótelið. Þetta hótel er með hreinum ólíkindum! Við höfum aldrei komið á svona fínt hótel fyrr. Herbergin alveg meiriháttar flott, stór og glæsileg. Við höfum meira að segja útskorna himnasæng yfir okkur. Flottara rúm höfum við ekki séð í annan tíma. Og það er svo stórt að Hekla Xi getur léttilega sofið á milli og ef að Hildur Luo væri aðeins stærri og gæti verið hjá okkur væri hún það! Svo er það útsýnið úr herberginu okkar, það gerist ekki betra, við horfum yfir Forboðnu borgina í allri sinni dýrð og Torg hins himneska friðar er ekk langt undan, ca. 6-7 mínútur að strolla þangað. Það er svo sannarlega himinn og haf á milli þessa hótels og Hvíta Svansins í Guangzhou.
En að deginum. Við fórum á fætur klukkan 06.30 í morgun og vorum komin af stað frá hótelin korter fyrir klukkan átta í morgun. Við fengum vegabréfiið fyrir Hildi Luo, þannig að nú fær hún að ferðast með okkur heim á landið bláa. Flugið var á réttum tíma og allt gekk vel í sambandi við það. Okkur finnst við alveg óskaplega heppin hvað Hekla Xi er dugleg að ferðast, ekkert mál fyrir hana að hoppa upp í flugvél og fara landshornanna á milli hérna í Kína.
Það var hún Wei sem tók á móti okkur, glaðleg og vingjarnleg kona sem ætlar að vera okkur innan handar hérna í höfuðstaðnum. Hún er frá Mongólíu og er háskólamenntuð þar og kom okkur afskaplega vel fyrir sjónir. Hún virtist vera tilbúin að mæta okkar óskum í hvívetna og ekki taka þessa dagskrá sérstaklega hátíðlega.
Við lukum svo deginum á því að fara og fá okkur Peking önd, enda ekki alveg á hverjum degi sem maður er í höfuðstað Kínverska Alþýðulýðveldisins. Það var alveg ótrúlega gott, fengum 4 endur á borðið, fagurlega niðursneiddar og hefðbundið meðlæti - pönnukökur, plómusósu, vorlauk, pressaðan hvítlauk, smá sykur og agúrkur. Alger snilld!
Erum núna komin upp á herbergi og ætlum snemma í háttinn og safna kröftum fyrir næsta dag. En þá förum víðí Íslenska Sendiráðið til að sækja um Schengen áritun fyrir Hildi Luo.
Kveðjur frá Beijing,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
4 ummæli:
Sæl og blessuð.
Ef Kára vantar aðstoðarkokk til að elda önd(t.d. fyrir stórafmæli)þá er hér viljugur sjálfboðaliði. Bestu kveðjur úr vetrarríkinu á Egilsstöðum. Jón Gunnar og hin biðja að heilsa.
Halló, frábært hvað ferðin til Beijing gekk vel!
Nú er ég forvitin hvað heitir þetta forláta Hotel sem þið eruð á??
Annars er ég alveg heilluð af dætrunum, alveg meiriháttar báðar tvær!! :)
Bestu kveðjur
Sigga og Lóa Guðrún
Sæl og blessuð og til hamingju með þessar fallegu stelpur ykkar.
Frábært hvað Hekla er dugleg og góð við litlu systur sína, aldeilis ómetanlegt.
Hafið það gott og góða ferð heim á Klakann.
Kveðja, Steinrún og Dögun
Æ hvað er gaman að skoða myndir af ykkur í nýja fjölskylduhlutverkinu. Meðgangan var löng og "sængurlegan" virðist vera frekar löng líka....þetta eru nú meiri gullmolarnir sem þið eigið :) Gott að allt gengur vel og góða ferð heim, kv Heiða blakari og strákarnir
Skrifa ummæli