Í dag var farið í ferð í dýragarðinn hérna í Guangzhou Heklu Xi til mikillar gleði. Kári varð eftir heima með Hildi Luo til að vera ekki að þvæla henni hálflasinni. Þar voru alls kyns dýr og fiskar. Krókódílar, ljón, tígrisdýr, fílar, gíraffar, pandabjörn, apar, sebrahestar, dádýr og fullt fullt annað. Hekla Xi fékk kort af dýragarðinum við innganginn og notaði það óspart við að skipuleggja hvert átti að fara næst. Hún verður einhvertíma flott í kortunum með pabba sínum!
Það var gríðarlega heitt þar og mikil sól. Veðrið hérna núna er mjög óvenjulegt, nú á að vera rigningartíð næstu þrjá mánuði, en síðustu þrjá daga hefur verið sól og blíða.
Kári var heima með Hildi Luo og var að reyna að gefa henni færi á að jafna sig. Hún slappaði vel af og svaf í ríflega tvo tíma, en er ennþá með talsverða hitavellu. En hún er að skána hægt og bítandi. Við gefum henni frí frá skipulagðri dagskrá á morgun líka ef hún verður ekki góð í fyrramálið.
Þegar stelpurnar komu heim ákváðu þær að skoða sundlaugarmálin betur. Hekla Xi fór í sundfötin sín og arkaði af stað í sundið. Þar var Hekla Xi á útopnu í barnalauginni og tók alla hafmeyjutaktana. Rosalega fínt samt að geta aðeins leyft henni að busla aðeins.
Á meðan fór Kári ásamt Shonefei, Brynjari, Bjarna, Ingu, Tomma, Hrönn og Hörpu í gamalt hverfi hérna skammt vestan við hótelið. Þar fengum við að fara í safn sem sýndi hús bankastjóra frá Shanghai, mikill auðmaður og byggði þetta hús í sérstökum Kantónskum stíl sem er einkennandi fyrir þessi ríku og fínu hverfi frá þessum tíma. Mjög fallegt og tilkomumikið. Þar á undan vorum við búin að skoða aðeins í antikbúðir þar sem margt flott var að sjá og kaupa.
Svo röltum við um þessar gömlu götur og skoðuðum mannlífið, sem er auðvitað ótrúlegt. Ys og þys, krakkar að koma úr skólanum, allir að brasa eitthvað. Mjög gaman að skoða þetta í rólegheitunum. Þegar átti að taka leigubíl heim á hótel var nú ekki hægt að segja að þeir biðu í ofvæni eftir að taka okkur upp í, því þá var komin eftirmiðdagstraffíkin og þessu lauk með því að við gengum heim á hótel. Það var nógu forvitnilegt út af fyrir sig!
Tvær stelpur störðu svo á Kára og Brynjar að þær gleymdu sér alveg og gengu saman, svo að önnur þeirra var næstum dottin um koll! Líklega ekki oft séð svona stæðilega menn!!
Við fórum öll úr hópnum nema Lilja og co. út að borða hérna á Shamian eyjunni, mjög góður matur á ágætisverði. Besti maturinn í ferðinni, klárlega! Ofnsteikt önd í "secret" sósu - frábær, kjúklingur með hnetusósu - frábær, Kjúklingur með chili og engifer - frábær, veltisteikt svínakjöt með pönnukökum - listagott, bambus - góður, svolítið meira sem við munum ekki í augnablikinu.
Á heimleiðinni fengum við ljósa og laser sýninguna beint í æð á árbakkanum. Þetta show er ofurlítið klikk!! Alveg ótrúlegt sjónarspil.
Þangað til næst....
Besta kveðja frá Guangzhou,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
Það var gríðarlega heitt þar og mikil sól. Veðrið hérna núna er mjög óvenjulegt, nú á að vera rigningartíð næstu þrjá mánuði, en síðustu þrjá daga hefur verið sól og blíða.
Kári var heima með Hildi Luo og var að reyna að gefa henni færi á að jafna sig. Hún slappaði vel af og svaf í ríflega tvo tíma, en er ennþá með talsverða hitavellu. En hún er að skána hægt og bítandi. Við gefum henni frí frá skipulagðri dagskrá á morgun líka ef hún verður ekki góð í fyrramálið.
Þegar stelpurnar komu heim ákváðu þær að skoða sundlaugarmálin betur. Hekla Xi fór í sundfötin sín og arkaði af stað í sundið. Þar var Hekla Xi á útopnu í barnalauginni og tók alla hafmeyjutaktana. Rosalega fínt samt að geta aðeins leyft henni að busla aðeins.
Á meðan fór Kári ásamt Shonefei, Brynjari, Bjarna, Ingu, Tomma, Hrönn og Hörpu í gamalt hverfi hérna skammt vestan við hótelið. Þar fengum við að fara í safn sem sýndi hús bankastjóra frá Shanghai, mikill auðmaður og byggði þetta hús í sérstökum Kantónskum stíl sem er einkennandi fyrir þessi ríku og fínu hverfi frá þessum tíma. Mjög fallegt og tilkomumikið. Þar á undan vorum við búin að skoða aðeins í antikbúðir þar sem margt flott var að sjá og kaupa.
Svo röltum við um þessar gömlu götur og skoðuðum mannlífið, sem er auðvitað ótrúlegt. Ys og þys, krakkar að koma úr skólanum, allir að brasa eitthvað. Mjög gaman að skoða þetta í rólegheitunum. Þegar átti að taka leigubíl heim á hótel var nú ekki hægt að segja að þeir biðu í ofvæni eftir að taka okkur upp í, því þá var komin eftirmiðdagstraffíkin og þessu lauk með því að við gengum heim á hótel. Það var nógu forvitnilegt út af fyrir sig!
Tvær stelpur störðu svo á Kára og Brynjar að þær gleymdu sér alveg og gengu saman, svo að önnur þeirra var næstum dottin um koll! Líklega ekki oft séð svona stæðilega menn!!
Við fórum öll úr hópnum nema Lilja og co. út að borða hérna á Shamian eyjunni, mjög góður matur á ágætisverði. Besti maturinn í ferðinni, klárlega! Ofnsteikt önd í "secret" sósu - frábær, kjúklingur með hnetusósu - frábær, Kjúklingur með chili og engifer - frábær, veltisteikt svínakjöt með pönnukökum - listagott, bambus - góður, svolítið meira sem við munum ekki í augnablikinu.
Á heimleiðinni fengum við ljósa og laser sýninguna beint í æð á árbakkanum. Þetta show er ofurlítið klikk!! Alveg ótrúlegt sjónarspil.
Þangað til næst....
Besta kveðja frá Guangzhou,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
1 ummæli:
Sæl öll.
Þetta gengur aldeilis vel hjá ykkur fyrir utan þennan lasleika á þeirri litlu, sem lagast nú vonandi sem fyrst.
Hér er sama að segja allt gengur mjög vel nema veðrið sem hefur verið risjótt. Loki karlinn hefur það fínt og er kominn upp á það að fá tvo labbitúra á dag. Nanna var að koma innan úr sveit, var þar á gönguskíðum með hann. En þegar tveir aðrir hundar voru komnir í selskapinn gafst hún upp og dreif sig heim, þar sem hann var farinn að toga hana sitt á hvað og hún meira og minna á hausnum.
Kær kveðja af Bakkabakka 7, Nesk.
Skrifa ummæli