Stelpurnar með Völlu langömmu.
Stoltur pabbi með stelpurnar í Geitlandinu.
Hérna kemur síðasta færslan á þetta ferðablogg okkar, við erum komin heim í Einbúablána og lífið farið að ganga sinn vanagang. Allavega þann vanagang sem er orðinn okkar veruleiki núna! Erum orðin fjögurra manna fjölskylda og eins og Hekla Xi segir "Fimm með Loka!".
Við erum öll sömul að venjast þessum nýja veruleika og ekki síst hún Hildur Luo. Hún er óðum að venjast heimilisaðstæðum og er farin að slaka verulega á. Fyrstu dagana var hún svolítið óörugg með sig, svaf laust og vaknaði upp við minnsta þrusk. En þetta er allt að komast í einhverskonar fastari skorður.
Hekla Xi er byrjuð í leikskólanum, Kári aðeins farinn að koma vinnunni af stað og Loki tekur þessu öllu saman af stóískri ró.
Við vonum að þið hafið haft gaman að því að fylgjast með hérna á þessari síðu, þetta verður góð heimild fyrir Hildi Luo og okkur öll þegar fram líða stundir. Við þökkum ykkur öllum fyrir góðar kveðjur bæði hér á kommentakerfinu og í gestabókinni. Það hefur verið okkur mikils virði.
Framvegis munum við setja inn myndir á: http://www.heklaxi.barnaland.is/ en núna verður það systrasíða þeirra gullmola okkar Heklu Xi og Hildar Luo.
Bestu kveðjur frá kjarnafjölskyldunni í Einbúablá,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Loki.
4 ummæli:
Heil og sæl.
Og takk fyrir okkur, gaman að fá að fylgjast með.
Fjölskyldan Laufás 2
Hæ, hæ.
Gaman að skoða myndir af Hildi Luo og þeim systrum saman á "heimavelli". Hefur verið gott að komast heim og byrja að koma lífinu í fastar skorður eftir ævintýraferðina miklu. Örugglega verið gott fyrir Heklu Xi að komast í leikskólann sinn og hitta vinina.
Heyrumst endilega fljótlega.
Kærar kveðjur,
Helga og Sigríður Anna Dan
Æ hvað þið eruð flottar systur og verið velkomnar heim, búið að vera frábært að fylgjast með ferðinni! Ég á svo rosa fína kærasta handa ykkur í framtíðinni :Þ kv úr Flataseliinu Heiða blakari og strákarnir
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ferðinni og fyrstu kynnum.
bestu kveðjur
Steinunn, sem bíður og bíður eftir að fá að fara í svona skemmtilegt ferðalag
Skrifa ummæli