Þá er síðasti dagurinn okkar hér í Beijing að kveldi kominn. Allir sofnaðir nema Kári sem ritar þessar línur í myrkrinu. Töskur eru klárar - ekki mikið of þungar og ferðalangar tilbúnir að leggja í ferðina löngu heim til Bing dao - eyjunnar fögru. Ekki laust við að örli á heimþrá þrátt fyrir að það sé mikil upplifun að vera hér í Beijing, en það verður nú gott að komast í ferskan norðangarrann og fámennið heima. Við fljúgum með flugi frá Köben sem heitir FI-213 ef okkur lánast að ná því og áætluð lending er klukkan 20.55 í Keflavík.
En dagurinn já! Það var farið gangandi í skoðunarferð dagsins niður á Tian An Men torgið og þar var nú færra um manninn en þegar við vorum þar síðast. Voðalega gott að skoða allt sem fyrir augu bar og þrátt fyrir að ekki væri mannhaf, þá var mannlífið mjög skemmtilegt. Við renndum í gegn um Forboðnu borgina og dáðumst að öllum þessum óendanlega fögru og glæsilegu byggingum. Alveg hreint ótrúlegur staður. Hekla Xi gat alveg séð fyrir sér nokkrar senur úr Mulan myndunum og benti stundum á að þarna hefði nú Mulan gert þetta og Xiang gert hitt. Mjög gaman, en hitinn var ansi mikill þarna og við vorum fegin þegar við komumst í Imperial garðinn í norðanverðri Forboðnu borginni. Þar fengum við að drekka og borða og gátum slappað af fyrir næsta áfangastað.
Til að komast þangað þurftum við leigubíl. Ætti ekki að vera flókið, en það tók okkur drjúgan tíma að fá bíl til að taka okkur uppí! Þeir geta ekki stoppað hvar sem er og það virðist vera þannig að þeir vilji ekki taka túrista með börn, kerrur og nokkra poka upp í bílana sína, bara veifa á móti vingjarnlega og keyra framhjá manni. En allt hafðist þetta að lokum og vinaleg kona tók okkur upp í leigubílinn sinn og keyrði okkur sem leið lá í Lama Temple. Nú fórum við aðrar götur en með rútunni okkar stóru, við ókum í gegn um skemmtilegt íbúðahverfi með fullt af dagvöruverslunum. Iðandi mannlíf þar eins og annarsstaðar í borginni. Sumstaðar voru Hutong hverfi enn uppistandandi og var verið að gera mikið af því upp. Allt skal vera flott þann 08.08.08. þegar ólympíuleikarnir verða settir.
Þar ríkti róin og friðurinn eftir að inn var komið. Alveg óendanlega fallegur og friðsæll staður að koma á. Gæskan og alúðin skín af hverjum steini, hverri spýtu og hverju andliti munkanna sem eru þarna við störf sín. Mökkur af reykelsum stígur til himins með reglulegu millibili. Alveg ótrúlega þægilegt og gott andrúmsloft þarna. Og það þrátt fyrir atburði síðustu vikna í Tíbet. Keyptum okkur slatta af "budda worshipping utensils", þ.e. reykelsi og fleira fallegt þarna. Toppstaður.
Komum heim klukkan að verða fimm í dag og fórum við í ólympíubúð og fengum þar smávegis af minjagripum. Deginum lauk svo með því að hópurinn fór að borða saman hérna niðri á hótelinu. Ofboðslega fallegur veitingastaður og maturinn virkilega góður og fallega fram borinn.
Á morgun förum við í loftið klukkan að verða þrjú að kínverskum tíma og lendum í Keflavík klukkan 21.00 annað kvöld, 15. apríl. Langt og strangt ferðalag, verðum samtals í loftinu í næstum 13 klukkutíma. Og eftir þetta maraþonflug verðum við komin á klakann í okkar yndislega umhverfi.
Kveðja frá Beijing í síðasta sinn í þessari ferð...
Kveðja,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
En dagurinn já! Það var farið gangandi í skoðunarferð dagsins niður á Tian An Men torgið og þar var nú færra um manninn en þegar við vorum þar síðast. Voðalega gott að skoða allt sem fyrir augu bar og þrátt fyrir að ekki væri mannhaf, þá var mannlífið mjög skemmtilegt. Við renndum í gegn um Forboðnu borgina og dáðumst að öllum þessum óendanlega fögru og glæsilegu byggingum. Alveg hreint ótrúlegur staður. Hekla Xi gat alveg séð fyrir sér nokkrar senur úr Mulan myndunum og benti stundum á að þarna hefði nú Mulan gert þetta og Xiang gert hitt. Mjög gaman, en hitinn var ansi mikill þarna og við vorum fegin þegar við komumst í Imperial garðinn í norðanverðri Forboðnu borginni. Þar fengum við að drekka og borða og gátum slappað af fyrir næsta áfangastað.
Til að komast þangað þurftum við leigubíl. Ætti ekki að vera flókið, en það tók okkur drjúgan tíma að fá bíl til að taka okkur uppí! Þeir geta ekki stoppað hvar sem er og það virðist vera þannig að þeir vilji ekki taka túrista með börn, kerrur og nokkra poka upp í bílana sína, bara veifa á móti vingjarnlega og keyra framhjá manni. En allt hafðist þetta að lokum og vinaleg kona tók okkur upp í leigubílinn sinn og keyrði okkur sem leið lá í Lama Temple. Nú fórum við aðrar götur en með rútunni okkar stóru, við ókum í gegn um skemmtilegt íbúðahverfi með fullt af dagvöruverslunum. Iðandi mannlíf þar eins og annarsstaðar í borginni. Sumstaðar voru Hutong hverfi enn uppistandandi og var verið að gera mikið af því upp. Allt skal vera flott þann 08.08.08. þegar ólympíuleikarnir verða settir.
Þar ríkti róin og friðurinn eftir að inn var komið. Alveg óendanlega fallegur og friðsæll staður að koma á. Gæskan og alúðin skín af hverjum steini, hverri spýtu og hverju andliti munkanna sem eru þarna við störf sín. Mökkur af reykelsum stígur til himins með reglulegu millibili. Alveg ótrúlega þægilegt og gott andrúmsloft þarna. Og það þrátt fyrir atburði síðustu vikna í Tíbet. Keyptum okkur slatta af "budda worshipping utensils", þ.e. reykelsi og fleira fallegt þarna. Toppstaður.
Komum heim klukkan að verða fimm í dag og fórum við í ólympíubúð og fengum þar smávegis af minjagripum. Deginum lauk svo með því að hópurinn fór að borða saman hérna niðri á hótelinu. Ofboðslega fallegur veitingastaður og maturinn virkilega góður og fallega fram borinn.
Á morgun förum við í loftið klukkan að verða þrjú að kínverskum tíma og lendum í Keflavík klukkan 21.00 annað kvöld, 15. apríl. Langt og strangt ferðalag, verðum samtals í loftinu í næstum 13 klukkutíma. Og eftir þetta maraþonflug verðum við komin á klakann í okkar yndislega umhverfi.
Kveðja frá Beijing í síðasta sinn í þessari ferð...
Kveðja,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.
5 ummæli:
gangi ykkur vel á leiðinni heim með ykkar dásamlegu stelpur -
aldeilis búið að vera gaman að fylgjast með ykkur.
góða heimferð
Díana og fj. hópi 13
Kæra fjölskylda!
Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast með ykkur, þið segið alveg einstaklega skemmtilega frá! Góða ferð heim á klakann og gangi ykkur sem best!
Og mikið eruð þið óendanlega rík að eiga þessar fallegu stelpur Heklu Xi og Hildi Luo! :)
Bestu kveðjur
Sigga, Bjössi og Lóa Guðrún
Elsku fjölskylda
Það er búið að vera æðislegt að fylgjast með ykkur í ævintýraferðinni ykkar, ekki laust við að maður fái smá fiðring í aðra tánna ;-)
Stelpurnar ykkar eru algjörir gullmolar, svo fallegar !
Góða ferð heim á Íslandið góða og við hlökkum til að sjá ykkur öll á góðum degi.
Kær kveðja
Kristín, Gústi og Matthildur
Rosalega er búið að vera gaman að fylgjast með ykkur.
Gangi ykkur vel á heimleiðinni
Bestu kveðjur
Berglind og Valdimar.
Kæra fjölskylda.
Góða ferð heim.
Þótt ferðin hafi verið ykkur dásamleg og gjöful þá verðið þið eflaust fegin því að komast heim.
Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessu ævintýri ykkar, takk fyrir það.
Bestu kveðjur, Þórdís, Kristján, Hjalti stóri brói og Hildur Björg bráðum sjö ára Guangdong-stelpa.
Skrifa ummæli