miðvikudagur, 9. apríl 2008

Síðasti dagurinn í Guangzhou í þetta sinn....

Orðin hress og kát aftur.

Og sýnir sínar bestu hliðar.

Hekla Xi fékk mikla athygli í bænum.


Fjölskyldan á röltinu í gamla bænum.

Einkennisblóm Guangdong héraðs.

Grafin egg til sölu víðar en í Mývatnssveit!

Þetta er nú aðeins of mikið á eitt gamalt hjól!

Krúsulían okkar.

Mikið stuð á þessu hótelherbergi!

Hekla Xi yfirlyftuvörður.

Gullfallegir dumplingar í kvöld.
(Bara tekin fyrir Óla Math!)

Allt tekur enda að lokum. Við erum núna alveg tilbúin til að fara til Beijing, þetta hafa verið góðir dagar hér í Guangzhou. En núna erum við lögð af stað í huganum heim.

Í dag fórum við í smá rölt um gamla bæinn í kring um Quingping markaðinn. Þar var gaman að skoða ýmsan misframandi varning. Skemmtilegt mannlíf og flottar götumyndir.

Fórum síðan í nudd seinnipartinn og út að borða með næstum öllum hópnum á stað sem við höfðum fengið mjög góðan mat í fyrrakvöld. Kvöldið fór svo í að pakka og undirbúa ferðalagið til Beijing á morgun.

Stutt og laggóð færsla í dag, þið getið farið heim og slappað af tekið ykkur sturtu eða farið í bað, ahahaaaa. Újeee!

Síðasta kveðja hér frá Guangzhou,
Fimm fræknu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ykkur fyrirgefst nú þó færslan sé stutt, þið eruð búin að vera ótrúlega dugleg að skrifa og setja inn myndir! Hljótið nú oft að hafa verið orðin þreytt eftir langa daga. En hér hefur verið tilhlökkun á hverjum degi að fylgjast með ykkur. Gott að litla krúttið er búið að hrista af sér veikindin. Ekki hægt annað en dást að stóru systur, þetta er nú strembið ferðalag og miklar breytingar sem Hekla Xi er að upplifa, frábært hvað hún er dugleg, það má nú rella smá!
Borðið endilega nokkra dumplinga fyrir okkur, voru þessir eins góðir og þeir sem við borðuðum saman á Egilsstöðum?!

Góða ferð til Beijing á morgun, það verður án efa gott að koma þangað aftur og hefja þannig heimferðina.
Bestu kveðjur,
Helga og Sigríður Anna Dan

Nafnlaus sagði...

hva, hvaða sturtubaðs komment var þetta þarna til sidst?

ég er líka lögð af stað heim í huganum, get ekki beðið eftir því að fá að knúsa krúsurnar!

kv. Soffía frænka, systir og mágkona :) vá, margir en góðir titlar sem ég hef þarna!

ps. í dag eru 10 ár síðan ég fermdist, viljiði pæla, 10 ár!

Unknown sagði...

ps2. magnaður náunginn á hjólinu, Kári geturu ekki fengið hann til að kenna þér þessa kúnst, ég er oft með svo mikið dót á mér og á í mestu vandræðum með það allt saman ;)

kv. ST.

Gislina sagði...

Góða ferð á leiðs heim með snúllurnar ykkar, yndislegt að fylgjast með ykkur og bara eins og maður hafi verið með ykkur þarna. Gaman að upplifa borgina aftur með ykkur og umhverfið í kringum hótelið, yndislegt.

Kveðja
Gilla, Friðjón, Ellý Rún og Herdís Heiða

Nafnlaus sagði...

Sæl hamingjusama fjölskylda.
Mikið er gaman að fylgjast með ferðum ykkar, þið eruð öll svo ánægð saman.
Gott að allir eru brattir.
Kveðja frá Laufási 2.

Nafnlaus sagði...

Halló!

Góða ferð til Beijing! :)

Kveðja
Sigga og Lóa Guðrún