sunnudagur, 13. apríl 2008

Sumarhöllin í dag.

Flottar mæðgur á prinsessurúminu.

Við Kunming Lake.

Stína við vatnið fagra.

Við Langa ganginn.

Hildur Luo og Hekla Xi í baksýn.

Hekla Xi hugsi.


Við Kunming vatnið.

Alsæl dama.

Brosandi andlit...

...og líka hér!

Við Marble Boat.

Mæðgurnar fara á Drekabátinn.

Familían litla á siglingu.

Í rútunni á heimleið.

Það er nú ekki svo mikið að reportera í dag, ein hefðbundin skoðunarferð og í leiðinni kíkt á silki og perlur! Það var semsagt farið af stað í morgun klukkan tíu eins og í gær og lá leiðin frá hótelinu og framhjá Tian An Men hliðinu og torginu. Fórum í silkiverksmiðju/verslun sem staðsett er nálægt Temple of Heaven og fengum þar ítarlega úttekt á hvernig silkið verður til og er handerað til að búa til föt og sængur. Þarna var svolítið verslað eins og víða annarsstaðar! Enda gaman að finna eitthvað sem ekki er hægt að fá heima á Íslandi eða fyrir minni pening en þar.

Við fórum svo áleiðis í Sumarhöllina en umferðin er ansi mikil hér í miðborginni og það tók drjúgan tíma að komast út fyrir hana. Það eru ekki nema 16 kílómetrar frá Forboðnu borginni og að Sumarhöllinni, en við vorum ábyggilega næstum klukkutíma að komast þangað. En við erum í voðalega góðri rútu og með fínan bílstjóra, þannig að það væsti nú ekki um okkur. Svo er líka alltaf eitthvað framandi og spennandi að sjá út um gluggann.

Í Sumarhöllinni hennar Dowager Cixi keisaraynju var allmargt um manninn svo ekki sé meira sagt! En veðrið lék við okkur, eins og virkilega góður Íslenskur sumardagur. Þarna er ofboðslega fallegt um að litast, langi gangurinn sem var byggður til að fína fólkið gæti spásserað meðfram vatninu á rigningardögum, húsagarður þar sem Cixi hneppti keisarann í gíslingu í 10 ár, Marmarabáturinn sem Cixi lét búa til í stað þess að styrkja sjóherinn, búddamusterin miklu á Longivety hills, drekabátarnir sem sigla með fólkið um vatnið fagra og fleira og fleira. Þarna var bara notalegt að vera þrátt fyrir mannmergðina. Og sérstaklega var gaman og huggulegt að sigla á drekabátnum í ferskri golunni.

Á eftir fórum við inn í perluoutlet, en þá brá nú svo óvenjulega við að við keyptum bara nákvæmlega ekki neitt! Enda fokdýr vara sem takmarkaður áhugi er á hjá okkur hjónakornunum. Hekla Xi hefði þó getað hugsað sér eitt og annað þarna inni, fékk meira að segja að prufa eitthvað ógurlega fínt perlukrem!

Við komum svo heim á hótel til þess eins að skila af okkur dóti og fara strax aftur í leigubíl í Friendship store, maður verður nú að nýta kílóin sín og töskuplássið! Þar fórum við fyrst á Pizza Hut og var Hekla Xi alveg óendanlega þakklát fyrir að fá pizzu með ananas og osti. En hún hefur nú samt verið mjög dugleg að borða og ekki verið til vandamál með það. Hún hefur alltaf smakkað og stundum verið svolítið hissa á hvað sumt er gott. Efnilegur sælkeri á ferð!

Eftir þessa verslunarferð fórum við heim á hótel og tókum það rólega í kvöld. Hildur Luo var reyndar svolítið örg í kvöld og skildum við ekkert í því fyrr en að við gáfum henni meira að borða. Þá var auðvitað allt í himnalagi og ekki laust við að foreldrarnir fengju snert af samviskubiti yfir að svelta barnið! En það er eiginlega lygilegt hvað getur komist í þennan litla kropp af graut og mjólk, og svo ýmislegt annað að auki! Við verðum greinilega að reyna að halda okkur betur við efnið í þeim málum! Við gerum betur á morgun...

Við byrjuðum aðeins að setja í töskur í kvöld, enda er okkur farið að langa heim. Sem er eins gott því að núna er bara einn dagur eftir hérna í Kínverska Alþýðulýðveldinu. Hekla Xi er líka sátt við að þetta sé að verða búið. Þetta hafa verið erilsamir dagar hérna í Beijing og svolítið erfiðir fyrir Heklu Xi, hún er eiginlega búin að fá nóg af þessu flandri og vill helst komast heim í leikskólann sinn, bara á morgun helst! En hún er nú samt sátt við að það sé bara einn dagur eftir og hlakkar til að komast heim í Geitlandið. Og ef að amma Guðrún les þetta langar Heklu Xi alveg ógurlega að fá heilan kjúkling að borða þegar hún kemur heim, svona með skinni og beini til að naga!

Þangað til á morgun látum við þetta duga...

Kveðja frá Beijing,
Kári Valur, Valdís, Hekla Xi, Hildur Luo og Stína.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf er jafngaman að skoða myndirnar ykkar og lesa ferðasöguna. Gangi ykkur vel á heimleiðinni. Trúi því að það verði notalegt að komast heim í sitt dót og leikskólann sinn að hitta vinina, Hekla Xi!
Bestu kveðjur frá öllum í Mánatröð 3.

Nafnlaus sagði...

hæ öll! Hlökkum til að fá ykkur heim og hitta ykkur. Nú eru bara 2 dagar þangað til. Vonandi gengur heimleiðin eins og í sögu. Bílstóllinn bíður tilbúinn eftir ykkur!
K, HB og co

Nafnlaus sagði...

Goda ferd heim a leid!

Hlakka ostjornlega til ad hitta ykkur heima a froni eftir adeins orfaa daga! :)

kv. ST